6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Ríkið dæmt til að greiða Elko 18,7 milljónir

Skyldulesning

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Elko hf, rekstraraðila raftækjaverslana Elko, 18,7 milljónir vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins í tengslum við innflutning á raftækjum.

Málið má rekja til þess að íslenska ríkið hefur lagt á gjald vegna innflutnings Elko á raftækjum í ákveðnum tollflokkum, sem nemur 0,15 prósent af tollverði viðkomandi vöru. Álagniningin var byggð á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerðar um raforkuvirki.

Á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. desember 2019 lagði ríkið á og innheimti samtals 18.771.555 krónur frá Elko á þessum grundvelli. Elko fór fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með bréfi til tollstjóra 30. desember síðastliðinn, á grundvelli þess að um ólögmæta gjaldtöku væri að ræða. Endugreiðslunni var hafnað og höfðaði Elko því mál á hendur ríkinu.

Elko hélt því fram að umrædd gjöld væri skattur. Til þess að um gilda heimild til skattlagningar sé að ræða þurfi lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver sé fjárhæð hans. Ákvæði sem eftirláti stjórnvöldum ákvörðunarvald um fjárhæð skatts uppfylli ekki þessar kröfur. 

Íslenska ríkið taldi umrædda gjaldlagningu hins vegar vera lögmæta skattheimtu. Skýrt væri kveðið á um það í lögum sem umrædd gjaldtaka byggði á hverjir væru skattskyldir, við hvað skatturinn miðaði og hver væri fjárhæð hans.

Svigrúm ráðherra standist ekki stjórnarskrá

Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað til þess að samkvæmt lögunum hafi ráðherra svigrúm til þess að ákveða hlutfall umrædds gjalds, innan þess ramma sem mælt er fyrir um eða 0,15 prósent af tollverði.

Segir í dómi héraðsóms að þetta svigrúm ráðherra til að ákveða hlutfall skattsins samrýmist ekki kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig hafi löggjafinn gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því hafi umrædd skattheimta ekki stuðst við gilda lagaheimild.

Var íslenska ríkið því dæmt til að endurgreiða Elko þá fjármuni sem ríkið hafði innheimt, all 18,7 milljónir , auk 900.000 króna í málskostnað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir