-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Ríkislögreglustjóri segir ekki hættu á ferðum

Skyldulesning

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er á Seyðisfirði.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ekki litið sem svo á að hætta sé á ferðum vegna hótunar í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín var tekin afsíðis í fylgd sérsveitarmanns í miðri skoðunarferð um Ferjuhúsið á Seyðisfirði skömmu eftir hádegi í dag.

„Það er engin hætta á ferðum að okkar mati, alls ekki,“ segir Sigríður. „Heimsóknin gengur mjög vel og við lítum svo á að ástandið sé gott og tryggt.“

Aðeins liðu um tíu mínútur þar til hún sneri aftur, ræddi við blaðamenn og hélt því næst í fjöldahjálparmiðstöðina eins og ekkert hefði í skorist. Katrín hefur ekki viljað ræða málið við fjölmiðla.

Innlendar Fréttir