8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Ríkissjóðshalli sem ekki hefur sést

Skyldulesning

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fjárlögin lituð af heimsfaraldrinum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fjárlögin lituð af heimsfaraldrinum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessi fjárlög sem við greiðum atkvæði um hér eru mörkuð af heimsfaraldri,“ sagði Bjarni Benediktsson í annarri umræðu fjárlaga, þar sem lagðar voru til samþykktar breytingartillögur fjárlaganefndar.

Hluti breytingartillagnanna hefur verið samþykktur, þar á meðal 197 milljóna framlag til netöryggismála og ríkisstyrkir til fjölmiðla, á grundvelli fjölmiðlafrumvarpsins svonefnda.

Mikið verkefni fram undan

„Við sjáum halla sem ekki áður hefur sést, en við skulum láta það vera okkur til áminningar um alla framtíð að við gátum eingöngu tekið með myndarlegum hætti á þeirri efnahagslegu stöðu sem upp er komin vegna heimsfaraldursins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vegna þess að ríkisstjórnin hafi búið í haginn og greitt upp skuldir á umliðnum árum.

„Þessi halli er gríðarlegur, 320 milljarðar, tekjurnar innan við 800 milljarðar. Það bíður okkur þess vegna gríðarlega mikið verkefni að ná að nýju sjálfbærni í fjármálum ríkisins og hins opinbera. En með kraftmikilli viðspyrnu sem kemur meðal annars í þeim fjárlögum sem her eru greidd atkvæði um þá leggjum við grunn að því að fjármál hins opinbera verði sjálfbær að nýju,“ sagði Bjarni og hrósaði að lokum fjárlaganefnd fyrir vel unnin störf á skömmum tíma.

Fjárlög sem endurspegla sterka innviði

Því næst steig Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upp í pontu og tók undir með fjármálaráðherra, hrósaði Alþingi fyrir að hafa staðið sig vel gegnum heimsfaraldurinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar við samþykktum fjárlög fyrir þetta ár þá sáum við ekki þennan heimsfaraldur fyrir og hvað þá áhrifin sem hann hefur haft á samfélag okkar,“ sagði Katrín og hélt áfram:

„En það sem við erum að fara að afgreiða hér í dag eru fjárlög sem endurspegla annars vegar þá sterku innviði sem við höfum í samfélaginu og þann einbeitta vilja okkar til þess að við getum spyrnt hratt við þegar við ráðum bug á veirunni þannig að efnahagslífið og samfélagið geti hratt risið upp aftur.

Og ég hef trú á því að með því að beita afli ríkisfjármála af fullum krafti muni það takast hratt og vel, enda byggjum við á öflugum innviðum,“ sagði hún að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir