1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Ríkisstjórnin boðar til fundar

Skyldulesning

Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson verða á …

Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson verða á fundinum ásamt Ásmundi Einari Daðasyni.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin hefur boðað til kynningarfundar á framhaldi viðspyrnuaðgerða í Hörpu í dag, en fundurinn hefst kl. 15.00.

Fundurinn verður sendur út frá Silfurbergi en vegna gildandi sóttvarnaráðstafana verða engir fjölmiðlamenn í salnum, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Á fundinum verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Hægt verður að fylgjast með fundinum á mbl.is. 

Innlendar Fréttir