7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Ríkis­stjórnin heldur velli sam­kvæmt nýrri könnun Gallup

Skyldulesning

Ríkisstjórnin heldur velli nokkuð örugglega, samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið, og fengi 35 þingmenn.

Samkvæmt könnuninni, sem fjallað er um á vef Ríkisútvarpsins, mælast Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með 50 prósent fylgi. Alls myndu níu flokkar ná kjöri miðað við könnunina.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 23,4 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 14,9 prósent og Vinstri græn með 12 prósent.

Í stjórnarandstöðu mælist Samfylkingin stærst, með 12,6 prósent fylgi. Næst á eftir koma Viðreisn með 9,2 prósent, Píratar með 8,8 prósent og Miðflokkurinn með 6,8 prósent.

Flokkur fólksins mælist þá með 6,4 prósenta fylgi og Sósíalistaflokkurinn með 5,3 prósent. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mælist þá með hálft prósent og Ábyrg framtíð með 0,1 prósent.

Nokkur hreyfing hefur verið á fylgi flokkanna í aðdraganda kosninganna á morgun. Þannig heldur ríkisstjórnin velli samkvæmt þessari könnun, auk könnunar Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. Stjórnin félli hins vegar ef miðað er við könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær.

Könnun Gallup var gerð á dögunum 20. til 24. september. Heildarstærð úrtaksins var 4.839 manns á aldrinum 18 ára og eldri, en þáttökuhlutfall var 51,9 prósent.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir