2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Ríku löndin verða að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir 2034

Skyldulesning

Til að við jarðarbúum eigum helmingslíkur á að koma í veg fyrir hræðilegar breytingar á loftslaginu þurfa ríku þjóðirnar, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og Ástralía, að hætta allri olíu- og gasvinnslu fyrir 2034. Fátæku þjóðirnar, sem eru einnig mjög háðar jarðefnaeldsneyti, þurfa að fá frest til 2050 til að hætta vinnslunni.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Kevin Anderson, prófessor við Tyndall Centre for Climate Change Research við Manchester University, stýrði. The Guardian hefur eftir honum að það sé ljóst að hröð umskipti verði að eiga sér stað þar sem notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt en best sé að gera það á sanngjarnan og réttlátan hátt. Ríki heims séu mismunandi í stakk búin til að hætta vinnslu olíu og gass.

Í rannsókninni var kafað ofan í auð hvers ríkis og hversu háð þau eru jarðefnaeldsneyti. Niðurstaðan er að mörg fátæk ríki ráða ekki við það efnahagslega né pólitískt að hætta notkun olíu og gass skyndilega. Ríku ríkin geti hins vegar gert það án þess að fara eins illa út úr því. Meðal annars komust vísindamennirnir að því að olía og gas standi undir 8% af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna  en án olíu og gass yrði verg landsframleiðsla landsins samt sem áður um 60.000 dollarar á hvern landsmann, næsthæsta landsframleiðslan í heimi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir