7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Riley biður Lampard og Everton afsökunar

Skyldulesning

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton.

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton. AFP

Mike Riley, framkvæmdastjóri félags atvinnudómara á Englandi, hefur beðið Frank Lampard, knattspyrnustjóra Everton, afsökunar á því að dómara og VAR-dómara hafi láðst að dæma augljósa vítaspyrnu í 0:1-tapi fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Riley hringdi persónulega í Lampard og bað hann afsökunar og hringdi sömuleiðis í Bill Kenwright, stjórnarformann Everton, til þess að biðjast afsökunar.

Seint í leik liðanna á Goodison Park á laugardag handlék Rodri, miðjumaður City, boltann innan vítateigs.

Paul Tierney dómari sá ekki atvikið og dæmdi ekkert en Chris Kavanagh VAR-dómari skoðaði atvikið gaumgæfilega en sá ekki ástæðu til þess að segja Tierney að fara að VAR-skjánum þrátt fyrir að Rodri hafi bersýnilega stýrt boltanum með handleggnum.

Lampard var ekki skemmt eftir leik og gagnrýndi dómarana harðlega. Í gær sendi Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton kvörtunarbréf til ensku úrvalsdeildarinnar þar sem formlegrar afsökunarbeiðni var krafist.

Ekki hefur slík borist frá forsvarsmönnum úrvalsdeildarinnar en Riley hefur nú beðist afsökunar fyrir hönd félags atvinnudómara Englands.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir