8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Robert Lewandowski besti knattspyrnumaður í heimi

Skyldulesning

FIFPRO hefur útnefnt besta knattspyrnumann í heimi árið 2020. Robert Lewandowski leikmaður Bayern Munich og pólska landsliðsins hlaut flest atkvæði í kjörinu. Þetta er í fyrsta skiptið sem hinn 32 ára gamli Lewandowski hlýtur nafnbótina.

🏆 He’s done it! @lewy_official overcomes two of the greatest players in history to become #TheBest FIFA Men’s Player for the first time!

🔴 @FCBayern | @LaczyNasPilka 🇵🇱 pic.twitter.com/TK34hTXcsS

— FIFA.com (@FIFAcom) December 17, 2020

Lewandowski áttir frábært ár með Bayern Munich. Hann sigraði Meistaradeild Evrópu, þýsku deildina og þýska bikarinn.

Lewandowski var að vonum ánægður með nafnbótina. „Að vinna þessi verðlaun og deila þeim með Messi og Ronaldo er ótrúlegt og skiptir mig miklu máli. Fyrir mörgum árum langaði mig í eitthvað svona og nú hef ég fengið þessi verðlaun. Þetta þýðir að sama hvaðan þú kemur er það eina sem skiptir máli hvað þú leggur á þig.“

Lewandowski skoraði 55 mörk í 47 leikjum á síðasta tímabili fyrir Bayern. Hann var markahæstur í þýsku deildinni, þýska bikarnum og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Á eftir Lewandowski í kjörinu voru Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Cristiano Ronaldo, Robert Lewandowski og Lionel Messi. Mynd/Getty

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir