-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Róbert Spanó heimsótti Hæstarétt

Skyldulesning

Róbert Spanó.

Róbert Spanó.

Ljósmynd/Aðsend

Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Róbert Spanó, heimsótti Hæstarétt í gær og átti fund með dómurum, skrifstofustjóra og aðstoðarmönnum réttarins.

Róbert fjallaði einkum um störf Mannréttindadómstólsins og vék hann þá meðal annars að hlutverki sínu sem forseta dómstólsins, að því er fram kemur á vef Hæstaréttar.

Einnig gerði hann grein fyrir fjölda þeirra mála frá Íslandi sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum.

Innlendar Fréttir