7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Rok, éljagangur og takmarkað skyggni

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Það verður vetrarlegt á landinu í dag.

Það verður vetrarlegt á landinu í dag.

Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi í hádeginu á Faxaflóasvæðinu og Breiðafirði. Búast má við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Skyggni verður takmarkað og akstursskilyrði því varasöm. Fólk ætti að forðast að vera á ferðinni að nauðsynjalausu.

Á Faxaflóasvæðinu má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.

Auk þessara viðvarana eru gular veðurviðvaranir í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendinu.

Alls staðar er spáð suðvestan roki, éljagangi og lélegu skyggni en vindur getur farið í 40 m/s í hviðum.

Á höfuðborgasvæðinu er gert ráð fyrir suðvestan 15-23 m/s og mjög dimmum éljum. Hálka er á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni.

Veðurvefur mbl.is

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir