2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Ronaldo bjargaði United frá niðurlægingu – Arsenal í ógöngum

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu á Old Trafford.

Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu á Old Trafford. AFP/Paul Ellis

Cristiano Ronaldo var allt í öllu hjá Manchester United þegar Norwich, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, kom í heimsókn á Old Trafford í Manchester í dag.

Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum sem lauk með naumum 3:2-sigri United.

Ronaldo skoraði tvívegis í fyrri hálfleik fyrir United, á 7. og 32. mínútu, áður en Kieran Dowell minnkaði muninn fyrir Norwich undir lok fyrri hálfleiks.

Teemu Pukki jafnaði svo metin fyrir Norwich í upphafi síðari hálfleiks áður en Ronaldo fullkomnaði þrennuna með sigurmarki leiksins á 76. mínútu og þar við sat.

United fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 54 stig en Norwich er sem fyrr á botni deildarinnar með 21 stig.

Arsenal tapaði þriðja deildarleiknum í röð í dag.

Arsenal tapaði þriðja deildarleiknum í röð í dag. AFP/Daniel Leal

Þá reyndist Jan Bednarek hetja Southampton þegar liðið tók á móti Arsenal á St. Mary’s í Southampton.

Varnarmaðurinn skoraði sigurmark Southampton á 44. mínútu í 1:0-sigri Southampton en þetta var þriðji tapleikur Arsenal í röð í deildinni.

Southampton er með 39 stig í tólfta sætinu en Arsenal er með 54 stig í sjötta sætinu.

Brentford vann svo 2:1-sigur gegn Watford á Vicarage Road í Watford en Brentford er með 39 stig í ellefta sætinu á meðan Watford er með 22 stig í nítjánda sætinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir