2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

„Ronaldo er hetja en hann þarf að fara til þess að liðið geti náð árangri“

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo sneri aftur á Old Trafford síðasta sumar. Endurkoman hefur þó ekki verið eins og stuðningsmenn vonuðustu eftir en liðið er í 5. sæti deildarinnar og dottið úr Meistaradeildinni.

Danny Murphy sagði í pistli sínum á Daily Mail að Manchester United verði að selja Ronaldo ef liðið ætlar að ná árangri aftur.

„Það þarf eitthvað stórt að gerast hjá Manchester United ef liðið vill ná árangri. Það gæti þýtt að liðið þurfi að selja leikmenn eins og Cristiano Ronaldo.“

„Það er ekki hægt að efast um gæðin hans en hann er 37 ára gamall og þrátt fyrir mörkin hans þá er lítið jafnvægi í United liðinu. Þeir reiða sig á einstaklingshæfileika Ronaldo sem getur virkað í einhverjum leikjum en ekki gegn bestu liðunum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.

„PSG er í svipaðri stöðu. Þeir hafa án efa nokkra af bestu leikmönnum heims en það vantar alla liðsheild.“

„Það verður erfitt fyrir stuðningsmenn að selja Ronaldo. Hann er hetja en hann þarf að fara fyrir framtíð þessa liðs. Kannski væri þetta öðruvísi ef hann væri með persónuleika til þess að skilja að hann getur ekki spilað í hverri viku en það mun aldrei gerast.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir