7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Ronaldo fær leyfi til að byggja lúxus hótel í Manchester

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo hefur fengið grænt ljós frá yfirvöldum í Manchester borg að byggja þar ellefu hæða hótel sem á að taka í gagnið 2023.

Ronaldo hefur jafnt og þétt verið að byggja sér upp hótel veldi, hann á nú þegar eitt hótel í Lisbon og annað á Madeira eyjunni sem hann ólst upp á í Portúgal.

Ronaldo varð að manni í Manchester en hann kom ungur til félagsins en varð að einum besta knattspyrnumanni í heimi hjá Manchester United.

Ellefu ár eru síðan að Ronaldo yfirgaf Manchester en hann hefur lengi beðið eftir leyfi til að byggja hótelið í borginni.

Hótelið verður með 150 herbergjum, bar á neðstu hæð og bar og veitingastað á efstu hæð sem opinn verður fyrir alla.

Hótelið hans Ronaldo verður staðsett í Northern Quarter hluta miðborgarinnar sem er afar vinsæll staður.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir