Fótbolti

getty/Valeriano Di Domenico
Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær.
Ronaldo, Lewandowski og Lionel Messi voru tilnefndir sem besti leikmaður heims og fylgdust með verðlaunaafhendingunni í gegnum fjarfundabúnað.
Þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnti að Lewandowski hefði hreppt hnossið gat Ronaldo ekki leynt vonbrigðum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Ronaldo vann þessi verðlaun 2016 og 2017 en lenti í 2. sæti í kjörinu í ár. Hann fékk 38 atkvæði en Lewandowski 52 atkvæði. Messi var í 3. sæti með 35 atkvæði.
Lewandowski vann allt sem hægt var að vinna með Bayern München á síðasta tímabili og skoraði 55 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið.
Tengdar fréttir

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, fengu báðir 24 stig á verðlaunahátíð FIFA er kosið var um besta þjálfarann.

Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu.