Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United er sá fyrsti í sögu Instagram sem er með 400 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum.
Ronaldo er afar vinsæll og hefur þénað stórar upphæðir í gegnum miðilinn.
Kylie Jenner er næst stærst allra á Instagram en hún er með 309 milljónir fylgjenda. Fylgjendahópur Ronaldo hefur stækkað mikið undanfarna mánuði.
Í september á síðasta ári var Ronaldo með 237 milljónir fylgjenda og vöxturinn hefur því verið gríðarlegur.
Lionel Messi er þriðji stærsti notandinn á Instagram með 306 milljónir fylgjenda. Ronaldo fylgir sjálfur um 500 manns en hann fær um 10 milljónie „likea“ við hverja færslu.