8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Ronaldo hundfúll þegar hann vann ekki verðlaunin – Sjáðu viðbrögð hans

Skyldulesning

FIFPRO hefur útnefnt besta knattspyrnumann í heimi árið 2020. Robert Lewandowski leikmaður Bayern Munich og pólska landsliðsins hlaut flest atkvæði í kjörinu. Þetta er í fyrsta skiptið sem hinn 32 ára gamli Lewandowski hlýtur nafnbótina.

Verðlaunin voru afhent í gær. Lewandowski áttir frábært ár með Bayern Munich. Hann sigraði Meistaradeild Evrópu, þýsku deildina og þýska bikarinn.

Lewandowski skoraði 55 mörk í 47 leikjum á síðasta tímabili fyrir Bayern. Hann var markahæstur í þýsku deildinni, þýska bikarnum og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Á eftir Lewandowski í kjörinu voru Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Allir voru þeir mættir á fjarfund þegar verðlaunin voru veitt.

Cristiano Ronaldo hafði ekkert sérstaklega gaman af því að sjá verðlaunin fara annað enn í sinn faðm eins og sjá má hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir