3 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Ronaldo kominn með 750 mörk – „Þakkir til mótherjanna sem létu mig vinna harðar á hverjum degi“

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus og portúgalska landsliðsins, skoraði í gær sitt 750. mark á ferlinum. Hann skoraði í 3-0 sigri Juventus á Dynamo Kyiv í Meistaradeildinni.

Hinn 35 ára gamli Ronaldo þakkaði öllum þeim þjálfurum og leikmönnum sem hafa hjálpað honum að ná þessum áfanga. Á twitter skrifaði hann: „750 mörk, 750 hamingjusöm augnablik, 750 bros á stuðningsmönnum okkar. Þakkir til allra leikmanna og þjálfara sem hafa hjálpað mér að ná þessari frábæru tölu, þakkir til allra mótherja minna sem hafa látið mig vinna harðar og harðar á hverjum degi.“

Meirihluta markanna skoraði Ronaldo fyrir Real Madrid, 450 stykki. Hann skoraði 118 mörk fyrir Manchester United og fimm fyrir Sporting Lisbon. Hann hefur skorað 75 mörk fyrir Juventus og 102 fyrir portúgalska landsliðið.

𝟕𝟓𝟎 goals, 𝟕𝟓𝟎 happy moments, 𝟕𝟓𝟎 smiles in the faces of our supporters. Thank you to all the players and coaches that helped me reach this amazing number, thank you to all my loyal opponents that made me work harder and harder everyday. pic.twitter.com/ZuS4GDOzeh

— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) December 2, 2020

Innlendar Fréttir