ronaldo:-leikurinn-gegn-nordur-makedoniu-upp-a-lif-og-dauda

Ronaldo: Leikurinn gegn Norður-Makedóníu upp á líf og dauða

Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn gegn Norður-Makedóníu annað kvöld sé „upp á líf og dauða“. Um er að ræða úrslitaleik um sæti á HM í Katar.

Norður-Makedónía komst óvænt í úrslit í umspilinu með sigri á Evrópumeisturum Ítalíu á fimmtudag. Aleksandar Trajkovski skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma.

Þetta verður að öllum líkindum síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna heimsmeistaramót nema hann spili framyfir fertugt.

Ég hvet stuðningsmenn til að gera allt vitlaust á Dragao,“ sagði hinn 37 ára gamli Ronaldo fyrir leik.

Ég fór í rúmið í gærkvöldi með það í huga að völlurinn slökkvi á tónlistinni við þjóðsönginn og leyfi stuðningsmönnum að syngja hann án undirspils til að láta í ljós ástríðuna, styrk okkar og samheldni í þvi að ná markmiði okkar og fara á HM,“ bætti Ronaldo við.

Þessi leikur eru upp á líf og dauða. Ábyrgðin er okkar að vinna þennan leik. Í okkar augum er þetta mikilvægasti leikur okkar í lífinu. Þeir hafa komið mörgum á óvart en ég trúi því að þeir munu ekki koma okkur á óvart.“

Ronaldo er markahæsti landsliðsmaður sögunnar í karlaflokki frá upphafi með 115 mörk. Hann leiddi Portúgal til sigurs á EM 2016 en hefur aldrei unnið heimsmeistaramótið. „Framtíð mín er í mínum höndum,“ sagði Ronaldo. „Ef ég vil spila lengur, þá spila ég lengur. Ef ekki þá geri ég það ekki.“

Fernando Santos, þjálfari Portúgala, hefur gefið í skyn að hann muni segja af sér ef liðið tapar gegn Norður-Makedóníu.


Posted

in

,

by

Tags: