2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Ronaldo orðinn gamall og Pogba á að fara

Skyldulesning

Paul Pogba og Cristiano Ronaldo eru ekki mennirnir sem Manchester …

Paul Pogba og Cristiano Ronaldo eru ekki mennirnir sem Manchester United á að treysta á að mati Wayne Rooney. AFP/Paul Ellis

Wayne Rooney, markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta, segir endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester ekki hafa gengið vel, þrátt fyrir að Portúgalinn sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni.

„Það er ekki hægt að segja að þetta sé að ganga hjá honum. Hann er búinn að skora mikilvæg mörk í Meistaradeildinni og skoraði þrennu á móti Tottenham en ef maður horfir á framtíð félagsins þarf yngri og hungraðri leikmenn til að lyfta félaginu upp næstu 2-3 ár,“ sagði Rooney við Sky Sports.

„Ronaldo er augljóslega farinn að eldast og hann er ekki sami leikmaður og hann var. Það er fótboltinn. Hann er ógn í teignum en það þarf unga og hungraða leikmenn,“ bætti Rooney við.

Hann segir einnig tíma til kominn fyrir Paul Pogba að yfirgefa félagið. „Það er komið á það stig að það er betra fyrir hann að fara annað. Ef Paul er hreinskilinn við sjálfan sig veit hann að hann hefur ekki haft þau áhrif á Old Trafford sem hann vonaðist til.

Ég sé hann spila með franska landsliðinu og þar er hann allt annar leikmaður. Þetta hefur bara ekki gengið hjá United og félagið þarf að láta nokkra leikmenn fara,“ bætti Rooney við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir