5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Ronaldo sturlaðist um helgina

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo leikmaður Juventus er ekki í góðu skapi þessa dagana enda gengi Juventus ekki verið gott á þessu tímabili. Juventus hefur verið í áskrift af sigri í Seriu A síðustu ár en liðið mun ekki vinna deildina í ár. Liðið er tólf stigum á eftir toppliði Inter.

Þá féll Juventus úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Porto, Ronaldo missti svo stjórn á sér í gær þegar Juventus vann Genoa.

Juventus vann 3-1 sigur en Ronaldo skoraði ekki, það fór verulega í taugarnar á Ronaldo sem fór ekki í felur með það. Að leik loknum tók hann treyjuna sína og henti henni í grasið.

Ronaldo var ósáttur með samherja sína og kýldi í vegg þegar hann gekk inn í búningsklefa, ítalskir fjölmiðlar segja frá.

Þar kemur fram að hann sé ósáttur með leikmannahóp Juventus og að hann geri kröfu á að félagið styrki leikmannahópinn all hressilega í sumar. Juventus hefur hins vegar sagt að félagið hafi ekki mikla fjármuni til að kaupa í sumar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir