1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Röng ákvörðun að hafna Liverpool

Skyldulesning

Mario Götze leikur nú með PSV Eindhoven í Hollandi.

Mario Götze leikur nú með PSV Eindhoven í Hollandi. AFP/Olaf Kraak

Mario Götze, leikmaður hollenska knattspyrnuliðsins PSV Eindhoven, segir að hann hafi tekið ranga ákvörðun þegar hann hafnaði því að ganga til liðs við Liverpool fyrir nokkrum árum síðan.

„Við erum ennþá í sambandi og við ræddum það á sínum tíma að ég kæmi til Liverpool en ég var ekki í neinu hugarástandi þar sem kom til greina að íhuga það, þess vegna gerðist það ekki.

Sé ég eftir því? Það er alltaf erfitt að líta til baka en ef þú spyrð mig núna þá já, ég hefði sannarlega átt að ganga til liðs við Liverpool. Ég tók bara ranga ákvörðun en það er ekki eftirsjá,“ sagði Götze í samtali við Daily Mail.

Undir stjórn Klopp hjá Borussia Dortmund lék Götze sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2009 þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Árið 2013 fór hann yfir til keppinautanna í Bayern München en fór aftur til Dortmund árið 2016. Hann hefur svo leikið með PSV síðan 2020

Oftar en einu sinni reyndi Klopp að fá Götze til liðs við sig í Liverpool eftir að hann tók við stjórnartaumunum í október árið 2015 en aldrei varð af því.

Götze kveðst gjarna vilja vinna með Klopp á ný en það verður þó að teljast ólíklegt úr þessu þar sem Götze er orðinn 29 ára gamall og ferill hans verið á niðurleið á undanförnum árum þar sem hann hefur til að mynda ekki spilað landsleik með Þýskalandi í fjögur og hálft ár.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir