7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Rooney stýrir Derby af bekknum

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Wayne Rooney stýrir Derby af hliðarlínunni um helgina.

Wayne Rooney stýrir Derby af hliðarlínunni um helgina.

AFP

Wayne Rooney leikur ekki með Derby þegar liðið fær Wycombe Wanderers í heimsókn í ensku B-deildinni í knattspyrnu á mogun en þetta staðfesti félagið í dag.

Rooney hefur séð um að stýra liðinu í undanförnum leikjum eftir að Hollendingurinn Philip Cocu var látinn taka pokann sinn.

Sóknarmaðurinn hefur hins vegar tekið þátt í leikjum liðsins líka en í dag var ákveðið að Rooney myndi einbeita sér að því að stýra liðinu á hliðarlínunni.

Óvíst er hver tekur við liðinu en Derby er í neðsta sæti ensku B-deildarinnar með 6 stig eftir fyrstu þrettán leiki tímabilsins, 4 stigum frá öruggu sæti.

Rooney hefur hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu en Derby ætlar sér að ráða nýjan knattspyrnustjóra á næstu dögum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir