4 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Rósa Björk gengur til liðs við Samfylkinguna

Skyldulesning

Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur gengið til liðs við Samfylkinguna.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður hefur gengið til liðs við Samfylkinguna, en hún hafði sagt sig úr Vinstri grænum í september og verið óháður þingmaður síðustu mánuði, en Rósa var kjörin á þing fyrir Vinstri græna í síðustu kosningum.

Í tilkynningu frá Rósu kemur fram að pólitískar áherslur hennar og Samfylkingarinnar séu nátengdar, þar á meðal með áherslu á „aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geta notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu en líka á frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu.“

Segir hún að aukin áhersla Samfylkingarinnar á loftlagsmál og umhverfismál og áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni hafi gert útslagið við að taka þessa ákvörðun. 

Innlendar Fréttir