7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Rosalega viðkvæmir á Englandi

Skyldulesning

Paul Pogba er reglulega orðaður við brottför frá United þessa …

Paul Pogba er reglulega orðaður við brottför frá United þessa dagana.

AFP

Umboðsmaðurinn Mino Raiola skaut létt á stuðningsmenn Manchester United í samtali við fjölmiðlamenn í kvöld.

Raiola gerði allt vitlaust í síðustu viku þegar hann steig fram og sagði að dagar Paul Pogba hjá Manchester United væru taldir en Raiola er umboðsmaður franska miðjumannsins.

Ummælin lét Raiola falla degi fyrir leik RB Leipzig og United í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en leiknum lauk með 3:2-sigri RB Leipzig og er United úr leik í Meistaradeildinni í ár.

Margir voru afar ósáttir með Raiola en Pogba hefur ekki átt fast sæti í liði United, undanfarin tvö tímabil.

„Þeir eru rosalega viðkvæmur á Englandi þegar kemur að Paul Pogba,“ sagði Raiola í samtali við Tuttosport.

„Ég sagði bara mína skoðun og hún hafði ekkert með skoðun Pogba að gera. Það var aldrei ætlunin að gera eitthvað stórmál úr þessu.

Það er erfitt fyrir stóra leikmenn eins og Pogba að skipta um lið í janúar og ég hefði kannski átt að taka það fram að við myndum skoða stöðuna næsta sumar frekar.

Það hefur ýmislegt breyst með tilkomu kórónuveirunnar en við sjáum hvað setur,“ bætti Raiola við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir