Það er rosaleg barátta í apríl á Englandi þar sem Liverpool og Manchester City berjast á toppi deildarinnar en mætast einnig í undanúrslitum bikarsins.
Óhætt er að fullyrða um sé að ræða bestu lið Englands en liðin eru afar vel mönnuð.
City situr á toppi deildarinnar en lærisveinar Jurgen Klopp anda í hálsmálið þeirra og eru aðeins stigi á eftir.
Ensk blöð skoða nú sterkustu leikmenn liðanna en Liverpool á sex fulltrúa í sameiginlegu draumaliði en öll sóknarlínan kemur úr Bítlaborginni.
Athygli vekur að Diogo Jota er í fremstu víglínu en Sadio Mane er ekki í liðinu. Draumaliðið má sjá hér að neðan.