2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Rósalind skilaði sér heim

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 6.4.2021
| 20:54
| Uppfært

21:20

Háskólakötturinn Rósalind.

Háskólakötturinn Rósalind.

Háskólakötturinn Rósalind skilaði sér heim til sín seinnipartinn í gær eftir að hafa verið týndur í þrjá daga.

Rósalind hef­ur vanið kom­ur sín­ar í ýmsar bygg­ing­ar Há­skóla Íslands síðustu árin og er flest­um nem­end­um og starfs­fólki vel kunn. Sést hafði til hennar í Öskju í gær. 

„Hún rölti heim sjálf. Hún ratar alveg heim frá Öskju þar sem hún var síðast á fundi með jarðvísindamönnum,“ segir Þórdís Úlfarsdóttir, eigandi hennar.

„Okkur var mjög létt að fá hana aftur,“ bætir hún við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir