8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Rose líklegastur til að taka við Dortmund

Skyldulesning

Marco Rose þjálfari Borussia Monchengladbach er líklegastur til þess að taka við hjá Borussia Dortmund. Sky í Þýskalandi fjallar um.

Lucien Favre var rekinn úr starfi í gær eftir 1-5 tap gegn Stuttgart á heimavelli, hann var valtur í sessi fyrir það tap sem reyndist síðasti naglinn í kistu hans.

Rose hefur gert frábæra hluti með Monchengladbach en liðið mætir Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Edin Terzic sem var aðstoðarmaður Favre stýrir Dortmund út þessa leiktíð og svo er líklegast að Rose taki við.

Dortmund er sex stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni.

Innlendar Fréttir