4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Rottuþefur í húsinu – Ferð á vertshús – Endastöð hjá Hálfdáni

Skyldulesning

kol3.jpgÞegar Vondalykt skreiddist á ról í morgun áttaði hann sig á að hann var staddur í húsi frú Ingveldar og Kolbeins, en hann rak ekki minni til að hann hefði verið þar í heimsókn. Þá hafði honum fundist dularfullt að hafa vaknað í bleytupolli bak við stofusófa og buxur hans dregnar niður að hnésbótum. Þegar Brynjar kom fram í eldhús voru þar staddar fáeinar persónur, en hann gretti sig og kvartaði undan rottuþef í húsinu. Þarna sat Máría Borgargagn við eldhúsborðið, ber að neðan og fjarska páskamorgunsleg. Hún sagði Brynjari að halda kjafti og skammast sín, annað eins svín sem hann væri, en Vondalyktin varð hvumsa við og glápti á vinkonu sína eins og ringlaður apaköttur.

Svo ruddist frú Ingveldur út af klósettinu og á eftir henni næddi salernisþefurinn, kaldur og fráhrindandi. Hún leit Brynjar Vondulykt illum augum og nú velktist hann ekki vafa lengur, að hann væri illa séður í húsinu vegna einhvers glæps sem hann hafði framið, en hafði ekki hugmynd um hver var. – Að sjá þig helvítis minkurinn þinn, mælti frú Ingveldur til hans og raddblærinn var hræðilegur. Veist hvað hann Kolbeinn gerði við þig bak við sófann í nótt?! Nei, það veistu ekki ólánið þitt.

Brynjar Vondalykt saug upp í nefið og andlit hans var eitt spurningarmerki. -Djöfull, sagði hann svo, – ég er eitthvað alveg að drepast í endanum mínum. Hvar er Kolbeinn? Nú drep ég hann!

kol36Þá aumkaði frú Ingveldur sig yfir Brynjar Vondulykt og veitti honum rausnarlegan afrétting, whiskey, volka, slurk af kóki á litlum spegli og þrjár jónur. Innan skamms var  Vondalyktin horfinn aftur inn í almyrkva, kjarnorkuvetur og óminni. Í þessu ástandi fór frú Ingveldur með Vondulyktina á veitingastað sem var opinn, kom honum fyrir við borð, pantaði fyrir hann öl og þrjár vínarpylsur með kokteilsósu. Að svo búnu yfirgaf frú Ingveldur staðinn og fór heim, en lét örlögunum eftir að verka Brynjar Vondulykt, en tveimur klukkustundum síðar var búið að loka hann inni í gæsluvarðhaldsklefa Hálfdáns Varðstjóra. Í fyrramáli, trúlega árla mjök, mun Hálfdán mæta til leiks og bretta ærlega upp á helvíska Vondulyktina og kenna honum mannasiði sem bragð er af. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir