5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Roy Keane líklega að landa stóru starfi

Skyldulesning

Roy Keane er í viðræðum við Celtic um að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins. Neil Lennon var rekinn úr starfi á dögunum.

Stjórnarmenn Celtic eru að leita lausna en Rangers vann deildina í ár, eitthvað sem Celtic hafði verið með í áskrift um langt skeið.

Fleiri nöfn eru á blaði Celtic en talið er líklegast að Keane sem lék með Celtic undir lok ferilsins, taki við.

Keane stýrði liði síðast árið 2011 þegar hann var stjóri Ipswich Town, áður hafði hann stýrt Sunderland. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari Írlands, Aston Villa og Nottingham Forrest.

Keane var síðast í starfi árið 2019 hjá Nottingham en síðan þá hefur hann slegið í gegn sem sérfræðingur á Sky Sports.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir