Rúmlega 60 þúsund sáu Sveindísi og Wolfsburg tryggja sig í úrslit Meistaradeildarinnar – DV

0
72

Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Þetta varð ljóst eftir sigur á Arsenal í framlengdum leik í kvöld.

Rúmlega 60 þúsund áhorfendur voru mætt á leik Arsenal og Wolfsburg sem var siðari leikurinn í undanúrslitum. Fyrri leiknum í Þýskalandi lauk með 2-2 jafntefli.

Grípa þurfti til framlengingu í kvöld en staðan var jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktíma og samanlagt 4-4.

Paulina Bremer tryggði svo Wolfsburg sigur í framlengingu en Sveindís Jane lék 101 mínútu í leiknum.

Sigurmark Bremer kom á 119 mínútu leiksins. Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitum en leikurinn fer fram í byrjun júní og fer fram í Eindhoven í Hollandi.