-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Rúnar Alex í sviðsljósinu: „Ég verð að hugsa svona“

Skyldulesning

Rúnar Alex Rúnarsson mun leika sinn þriðja leik fyrir Arsenal þegar liðið mætir Rapíd Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Íslenski markvörðurinn gekk í raðir Arsenal í sumar og hefur heillað í þessum fyrstu leikjum sínum.

Rúnar Alex sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Lundúnum í gær fyrir leik kvöldsins. Hann kveðst trúa því að hann geti slegið Bernd Leno út úr markinu.

Leno er fyrsti kostur Arsenal í markið um þessar mundir en Rúnar ætlar sér að setja pressu á hann. „Það á að vera hugarfar allra að vila spila,“ sagði Rúnar Alex.

„Staða þín á ekki að skipta máli, markverðir eru kannski öðruvísi en þú verður að hafa hugarfarið um að setja pressu á það að vera fyrsti kostur.

„Hvort sem það gerist eða ekki, það getur tekið viku, mánuð eða eitt ár. Þú verður alltaf að haga hugarfarið, ef ekki þá ertu ekki í réttri vinnu.“

Rúnar er öruggur á því að hann hafi hæfileikana til að vera fyrsti kostur Arsenal. „100 prósent, annars væri ég ekki hjá þessu félagi. Ég verð að hugsa svona, að ég geti spilað og hafa trú á eigin hæfileikum.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir