9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Rúnar í markinu í tapi – Kolbeinn kom við sögu

Skyldulesning

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Leuven er liðið tapaði 2-0 gegn St. Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Landsliðsmarkvörðurinn er á láni hjá Leuven frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Leuven er í tólfta sæti deildarinnar með 36 stig.

Fyrr í dag kom Kolbeinn Þórðarson inn á sem varamaður fyrir Lommel í belgísku B-deildinni. Lið hans gerði 1-1 jafntefli við Deinze og spilaði Kolbeinn um stundarfjórðung.

Lommel er í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig.

Kolbeinn Þórðarson (til hægri) í U-21 árs landsleik með Íslandi. Mynd/Getty

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir