7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Rúnar í sama pakka og Heimir – Ekki fengið símtal frá KSÍ

Skyldulesning

Hvorki Rúnar Kristinssyni né Heimi Guðjónssyni hefur verið boðið í viðræður um stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Starfið er laust eftir að samningur Erik Hamren tók enda.

Arnar Þór Viðarsson hefur verið í viðræðum um starfið og þá eru erlendir kostir skoðaðir samkvæmt heimildum.

Rúnar segir við Fótbolta.net að hann hafi ekki fengið símtal frá KSÍ. „Maður segir aldrei nei við einu né neinu og það má skoða alla hluti. Það má skoða það eins og annað,“ segir Rúnar.

Rúnar og Heimir eru á meðal sigursælustu þjálfara í íslenska fótboltanum síðustu ár en miðað við þetta þá koma þeir ekki til greina í starf landsliðsþjálfara.

KSÍ vonast til þess að ráða inn nýjan þjálfara fyrir jól en Lars Lagerback fyrrum þjálfari liðsins er einn þeirra sem er orðaður við starfið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir