10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Rúnar með Arsenal í æfingaferðina

Skyldulesning

Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður Íslands.

Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður í knattspyrnu verður enn um sinn í leikmannahópi enska félagsins Arsenal en hann fer með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Rúnar hefur ekki spilað með Arsenal síðan á miðju tímabili 2020-21 og var allt síðasta tímabil í láni hjá OH Leuven í Belgíu. Talið var fullvíst að hann færi frá félaginu í sumar en hann er einn af fimm markvörðum sem eru í hópnum sem tilkynntur var í dag fyrir Bandaríkjaferðina.

Þar eru þeir Aaron Ramsdale og Bernd Leno sem vörðu mark liðsins á síðasta tímabili, Matt Turner sem var keyptur frá New England Revolution í sumar og Arthur Okonkwo, tvítugur strákur sem hefur varið mark U23 ára liðs félagsins. Alls fer Arsenal með 32 leikmenn í æfingaferðina.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir