9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Rússar ætla að áfrýja og munu grípa til sinna ráða gegn UEFA og FIFA ef kröfum þeirra verður hafnað

Skyldulesning

Knattspyrnusamband Rússlands ætlar að áfrýja ákvörðun UEFA og FIFA um að banna rússnesk landslið og félagslið frá alþjóðlegum keppnum.

Ákvörðunin var tekin á dögunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ákveðið var að banna rússnesk lið þar til annað kæmi í ljós.

Rússneska karlalandsliðið átti til að mynda að mæta Póllandi í undanúrslitum umspils um sæti á HM sem fram fer í Katar síðar á þessu ári. Pólland hafði gefið það út að það myndi ekki spila gegn Rússum áður en bannið var sett á. Það voru Svíar og Tékkar, sem geta mætt Rússum í úrslitaleiknum, einnig gert.

Rússneska knattspyrnusambandið ætlar að krefjast þess að kvennalandsliðið fái að leika á Evrópumótinu næsta sumar og að karlalandsliðið fái að taka þátt í undankeppni HM.

Knattspyrnusamband Rússlands segir þá að ef FIFA og UEFA samþykkja ekki kröfur þeirra muni sambandið gera kröfu um bráðabirgðaráðstafanir sem fresti ákvörðun FIFA og UEFA.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir