6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Rússnesk yfirvöld handsama „Volgu-brjálæðinginn“

Skyldulesning

Rússnesk lögregluyfirvöld segjast hafa klófest mann sem myrti að minnsta kosti 26 konur á árunum 2011 og 2012. Var morðinginn þekktur undir viðurnefninu „Volgu-brjálæðingurinn“.

Radik Tagirov er 38 ára gamall og  er sagður hafa játað morðin í kjölfar DNA rannsókna sem komu lögreglu á rétta slóð.

Aðferð Tagirov fólst í því að villa á sér heimildir til að komast inn í íbúðir aldraðra kvenna sem bjuggu einar. Þóttist hann m.a. vera rafvirki og pípulagningamaður. Þegar inn var komið kyrkti hann konurnar ýmist með höndunum eða nálægum hlutum, t.d. svuntu og þvottasnúru.

Flest fórnarlömbanna voru 70 ára eða eldri.

Morðinginn tók stundum verðmæti með sér en stundum ekki. Hann notaði hanska og sótthreinsaði vettvanginn áður en hann lét sig hverfa.

Tagirov virðist hafa látið af iðju sinni árið 2013 en það vakti óhug þegar morðalda virtist hefjast á ný 2017. 

Glæpirnir áttu sér stað í að minnsta kosti fimm borgum en talið er mögulegt að fórnarlömb Tagirov séu mögulega fleiri en vitað er um.

Guardian sagði frá.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir