russneskt-flugskeyti-endadi-i-vaskinum-hja-honum-–-myndband

Rússneskt flugskeyti endaði í vaskinum hjá honum – Myndband

Mörg myndbönd frá stríðinu í Úkraínu hafa verið birt á samfélagsmiðlum frá upphafi stríðsins. Sum sýna hörmungar stríðsins í sinni skelfilegustu mynd en önnur eru hreinn og beinn áróður. Enn önnur sýna ýmislegt sem úkraínskur almenningur lendir í og þarf að þola þessa dagana.

Eitt þeirra myndbanda sem hefur vakið mesta athygli að undanförnu var upphaflega birt á TikTok af notandanum @pd05763. Það er einnig að finna á YouTube. Milljónir manna hafa horft á myndbandið og engin furða.

Eins og sjá má í því þá fékk húsráðandinn rússneskt flugskeyti inn í húsið sitt og endaði það í vaskinum. En sem betur fer sprakk það ekki. Ef svo hefði farið væri þetta myndband auðvitað ekki til. Maðurinn býr í Kharkiv.

Sami aðili birti síðan mynd af úkraínskum sprengjusérfræðingum sem komu heim til hans til að gera flugskeytið óvirkt og fjarlægja það.


Posted

in

,

by

Tags: