4 C
Grindavik
7. mars, 2021

RÚV skapar réttaróvissu

Skyldulesning

Mánudagur, 30. nóvember 2020

RÚV skapar réttaróvissu

RÚV er á framfæri ríkissjóðs sem fjölmiðill í almannaþágu. Það er ekki í þágu almannaheilla að á Íslandi skapist réttaróvissa. Einhverjir aðrir fjölmiðlar, t.d. Fréttablaðið, sem styður Viðreisn og vill ríkisstjórnina burt, gætu haft pólitíska hagsmuni af réttaróvissu.

En RÚV á ekki, bara alls ekki, að grafa undan réttarríkinu. Það er svo augljóst, að ekki ætti að þurfa eyða orðum að því, að almenningur tapar á réttaróvissu.

RÚV þverbrýtur meginregluna um almannahagsmuni þegar fréttastofan birtir samsuðu úr Fréttablaðinu um að á morgun, sjálfan fullveldisdaginn, gæti skapast réttaróvissa vegna dómsúrskurðar í Mannréttindadómstóli Evrópu.

Björn Bjarnason sýnir fram á, og vitnar í dóm hæstaréttar Íslands, að engin réttaróvissa skapast hér á landi, á hvorn veginn sem dómsmálið í Evrópu fer.

Ekki aðeins er frétt RÚV efnislega röng, og þar með léleg blaðamennska, heldur er fréttin tilræði við almannahagsmuni.

Almannaþjónusta RÚV birtist okkur sem skipuleg tilraun til að eyðileggja grunngildi samfélagsins.

Það tekur ekki nokkru tali að RÚV fái fjármagn úr sjóðum almennings til að stunda skemmdarverk á almannahagsmunum. 


Innlendar Fréttir