5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Ryan Babel orðinn rappari?

Skyldulesning

Farið er að síga á seinni hluta ferilsins hjá Ryan Babel en hann er líklega þekktastur fyrir það að hafa spilað með Liverpool frá 2007-2011. Hann er greinilega farinn að undirbúa sig undir næstu skref eftir að ferlinum lýkur en hann var að gefa út rapplag.

Lagið heitir Young Champ en hann gaf einnig út myndband með laginu sem má sjá hér að neðan.

Í myndbandinu vísar hann með ýmsum leiðum í fótboltaferil sinn en þar má nefna að treyja Ajax er sýnd en hann hefur farið þrisvar sinnum til félagsins.

Viðbrögðin við laginu voru fremur dræm á samfélagsmiðlum og hvöttu aðdéndur á twitter hann um að halda sér frekar við fótboltann.

Ryan Babel – Young Champ (Official Music Video) https://t.co/xUCMdWYXy3 via @YouTube

— Ryan Babel (@Ryanbabel) April 9, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir