4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Rýnt í glæpaöldina

Skyldulesning

Einar Már Guðmundsson vinnur nú að nýrri skáldsögu sem stendur til að gefa út í haust. Í samtali við Árna Matthíasson í Dagmálum kemur fram að hann er með í smíðum flokk bóka sem hann segir nokkurs konar sögulegar skáldsögur.

„Sumar síðustu sögurnar mínar, eins og Hundadagar og Íslenskir kóngar, eru svona hálft í hvoru sögulegar skáldsögur þar sem ég nota mér sagnfræðina, en bý líka til rödd sem er í núinu, sem getur kommenterað, haft skoðanir á sögunni. Núna hef ég mjög mikinn áhuga á svipuðum tíma og er í Hundadögum, upphafi nítjándu aldar og endalokum 18. aldar. Þetta er tíminn eftir Skaftáreldana og allar þær afleiðingar sem menn sjá núna, að það varð kaldara í heiminum og að því leyti hægt að tengja þetta við frönsku byltinguna og fleira og svo náttúrlega fylgdu tímarnir á eftir svona fátækt og kuldi, en samt fór nú samfélagið á vissan hátt að rétta úr kútnum.

Í byrjun nítjándu aldar verður þetta tímabil sem kallað er glæpaöldin, sem er mjög áhugavert ekki síst vegna þess að margir þeir sem urðu glæpamenn og fengu oft þunga dóma, og frömdu líka mikla glæpi, voru í raun og veru menn sem við önnur skilyrði hefðu orðið menntamenn og borgarar. Það var að mótast það sem við getum kallað borgaralegt þjóðfélag en það var enn ekki pláss fyrir það, þetta skapaði ansi áhugaverðar persónur og sögur og það merkilega er við þetta er að þetta kemur upp á miklu fleiri stöðum í heiminum.“

Dagmál eru þættir sem aðgengilegir eru áskrifendum Morgunblaðsins og má nálgast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir