6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?

Skyldulesning

Carlo Ancelotti stjóri Everton er sagður leggja áherslu á það að félagið kaupi Samuel Umtiti frá Barcelona í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Umtiti hefur ekki spilað eina einustu mínútu á þessu tímabili og eru Börsungar tilbúnir að láta hann fara.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og þarf að lækka kostnað hjá sér all verulega til að geta staðið við skuldbindingar sínar.

Umtiti er franskur landsliðsmaður og þénar 75 þúsund pund á viku hjá Barcelona. Barcelona hefur viljað 12 milljónir evra fyrir Umtiti en eru tilbúnir að lækka verðmiðann.

Hjá Everton eru þrír fyrrum leikmenn Barcelona, þeir Andre Gomes, Yerri Mina og Lucas Digne.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir