5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Sá markahæsti í sögunni látinn

Skyldulesning

Peter Lorimer átti magnaðan feril með Leeds.

Peter Lorimer átti magnaðan feril með Leeds.

Ljósmynd/Leeds United

Peter Lorimer, ein mesta goðsögn enska knattspyrnufélagsins Leeds United, er látinn 74 ára að aldri eftir langvarandi veikindi. Lorimer er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 238 mörk í 705 leikjum.  

Lorimer var lykilmaður í gullaldarliði Leeds á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann er einnig yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Lorimer var aðeins 15 ára og 289 daga gamall er hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Lorimer vann sjö stóra titla með Leeds á sínum tíma, þar af enska meistaratitilinn tvisvar og enska bikarinn einu sinni, en hann starfaði fyrir félagið eftir að knattspyrnuferlinum lauk og er ölhús við völlinn m.a. nefnt í höfuðið á honum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir