8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Sá markahæsti vill spila áfram á Englandi

Skyldulesning

Sergio Agüero hefur byrjað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á …

Sergio Agüero hefur byrjað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

AFP

Sergio Agüero, markahæsti leikmaður í sögu enska knattspyrnufélagsins Manchester City, hefur áhuga á því að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni þegar samningur hans við City rennur út í sumar.

Það er Telegraph sem greinir frá þessu en í lok mars tilkynnti City að Agüero myndi yfirgefa félagið eftir tíu ár í herbúðum City.

Agüero hefur skorað 257 mörk fyrir City í öllum keppnum í 384 leikjum en hann hefur lítið komið við sögu með City á tímabilinu vegna meiðsla.

Framherjinn, sem er 32 ára gamall, hefur verið orðaður við bæði Chelsea og Tottenham að undanförnu en London er sagður líklegasti áfangastaður hans í dag.

Agüero hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með City og gæti orðið meistari í fimmta sinn í vor en City er á góðri leið með að vinna ensku úrvalsdeildina eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu.

Innlendar Fréttir