2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Sá ríkasti í heimi loks að finna fjölina

Skyldulesning

Faiq Bolkiah, ríkasti knattspyrnumaður í heimi, er að finna sig hjá nýju liði, Chonburi FC í Tælandi.

Vængmaðurinn er einn af erfingjum Hassanal Bolkiah sem er metinn á 13 milljarða punda. Hann á því meira á bankabókinni en stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Þrátt fyrir að koma úr svona ríkri fjölskyldu og vera hluti af konungsfjölskyldu Brunei þá hefur það ekki stoppað kappann frá því að reyna fyrir sér í fótboltanum.

Hann eyddi löngum tíma á Englandi en náði þó ekki að spila leik í aðalliði. Hann hefur spilað sex landsleiki fyrir Brunei og skorað eitt mark.

Bolkiah fór frá Leicester til Maritimo í Portúgal árið 2020 en lítið gekk upp hjá honum þar. Hann fór svo til Chonburi í kringum áramótin og gengur nokkuð vel þar að sögn erlendra miðla. Bolkiah hefur lagt upp þrjú mörk í tíu leikjum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir