,,Sá sem sagði að ég væri aumingi mun segja að ég sé sigurvegari“ – DV

0
91

Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann finni fyrir verðmiðanum sem félagið borgaði fyrir hann.

Chelsea borgaði 89 milljónir fyrir Mudryk í janúar en hann kom frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu.

Mudryk hefur átt ágætis leiki með Chelsea en hefur þó ekki staðist allar væntingar hingað til.

Úkraínumaðurinn viðurkennir að verðmiðinn hafi áhrif en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann finni fyrir pressu.

,,Ég get sagt já, pressan er mikil en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég finn fyrir pressu,“ sagði Mudryk.

,,Ég er hrifinn af pressunni því einn daginn, sá sem sagði að ég væri aumingi, hann mun segja að ég sé sigurvegari. Tíminn mun leiða það í ljós.“

Enski boltinn á 433 er í boði