Sá stærsti í sögunni – Gæti selst fyrir 4 milljarða – DV

0
213

370 milljónir fyrir grammið! Þetta er ekki úrvals kókaín eða eitthvað álíka. Þetta er verðið sem reiknað er með að fáist fyrir heimsins stærsta rúbín sem verður seldur á uppboði í New York í júní. Uppboðshúsið Sotheby‘s reiknar með að rúbíninn, sem heitir Estrela de Fura, seljist fyrir rúmlega 30 milljónir dollara en það svarar til rúmlega 4,1 milljarða íslenskra króna. CNN skýrir frá þessu.

Þetta er stærsti rúbíninn sem fundist hefur fram að þessu. Hann er 55,22 karöt, sem svarar til rétt rúmlega 11 gramma, og því er verðið á gramm um 370 milljónir króna. Ef þetta er reiknað yfir í kílóverð þá er það um 372 milljarðar króna!

Fyrir sjö árum var þáverandi heimsins stærsti rúbín seldur fyrir 30,3 milljónir dollara. Hann er „bara“ 25,59 karöt. Því má reikna með að Estrela de Fura seljist yfir hærra verð.

Rúbíninn fannst í námu í Mósambík í júlí á síðasta ári.