7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Hólmfríður Árnadóttir hefur gefið kost á sér til að leiða …

Hólmfríður Árnadóttir hefur gefið kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í komandi Alþingiskosningum.

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla, hefur gefið kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Ari Trausti Guðmundsson, sem leitt hefur lista Vinstri grænna í kjördæminu, gaf út á fimmtudaginn að hann myndi ekki gefa aftur kost á sér í kosningum næsta haust.

Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Hólmfríðar segir hún að helstu baráttumál hennar séu barna og fjölskyldna á öllum tímum. 

Hólmfríður er menntunarfræðingur og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. 

Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu hennar. 

Þá segir hún að leggja þurfi ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa og horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem stutt sé við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir