2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Sækja um neyðarheimild fyrir bóluefni Moderna

Skyldulesning

Fjöldi lyfjafyrirtækja keppist nú um að vera fyrst með bóluefni gegn Covid-19 á markað. Líftæknifyrirtækið Moderna bættist í hópinn í dag.
Fjöldi lyfjafyrirtækja keppist nú um að vera fyrst með bóluefni gegn Covid-19 á markað. Líftæknifyrirtækið Moderna bættist í hópinn í dag.
AP/Hans Pennink

Lyfjafyrirtækið Moderna sótti um neyðarheimild fyrir notkun nýs bóluefnis gegn Covid-19 í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Niðurstöður úr tilraunum með bóluefnið benda til þess að það veiti um 94% vernd fyrir smiti.

Um 30.000 manns taka þátt í tilraunum Moderna með bóluefnið. Þrjátíu manns veiktust alvarlega af Covid-19 en þeir voru allir í hópnum sem fengu lyfleysu í stað raunverulega bóluefnisins. Washington Post segir að niðurstöðurnar hafi enn hvorki verið birtar opinberlegar né ritrýndar. Eftirlitsstofnanir muni nú leggjast yfir þær til að meta hvort bóluefnið sé öruggt og virkt.

Áður hafði lyfjarisinn Pfizer og líftæknifyrirtækið BioNtech sóst eftir leyfi fyrir sitt bóluefni í Evrópu og Bandaríkjunum. Í Evrópu fara lyfjayfirvöld einnig yfir sambærilega umsókn AstraZeneca um leyfi fyrir bóluefni. Misvísandi upplýsingar hafa þó komið fram um bóluefni AstraZeneca en áframhaldandi rannsóknir standa yfir á virkni þess.

Bóluefni Moderna var þróað í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Í tilraunahópnum fengu 196 manns Covid-19. Af þeim fengu 185 manns lyfleysu en ellefu bóluefnið. Einn þeirra þrjátíu sem sýktust alvarlega lét lífið, að sögn AP-fréttastofunnar.

Einu aukaverkanir bóluefnisins sem hafa komið fram til þessa eru tímabundin flensueinkenni, að sögn Moderna.


Tengdar fréttir


Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu.


Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella.


Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir