„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“ – DV

0
9

Sælgætisunnendur og bakaríssnillingar landsins geta nú tekið gleði sína því Nói Siríus hefur birt alla kökubæklinga sína á vefsíðu sinni. Sá nýjasti er svo fáanlegur í næstu verslun.

Kökubæklingarnir hafa notið mikilla vinsælda allt frá árinu 1992, þegar sá fyrsti kom út og eru til á fjölmörgum heimilum og dregnir fram þegar galdra á fram girnilegar kræsingar, á hátíðum eða bara af því bara.

Hér má sjá fjórar uppskriftir úr bæklingnum frá 1992.

Í gegnum árin hefur Nói Siríus oft fengið þekkta matgæðinga og bakara til að sjá um uppskriftirnar. Árið 2017 var það Albert Eiríksson matgæðingur sem galdraði fram kræsingar.