4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Co­vid-19

Skyldulesning

Erlent

Sofia prinsessa og Karl Filippus gengu í hjónaband árið 2015.
Sofia prinsessa og Karl Filippus gengu í hjónaband árið 2015.
Getty

Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19.

Frá þessu segir í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni. Þar segir að smitrakning sé hafin og að prinsinn og prinsessan séu bæði með væg flensueinkenni en að þeim líði eftir atvikum vel.

Karl Gústaf konungur, Silvía drottning, Viktoría krónprinsessa og Daníel prins munu öll gangast undir skimun til að athuga hvort að þau hafi einnig smitast af veirunni.

Hinn 41 árs gamli prins, Karl Filippus, er annað barn konungs og drottningar. Sofía er 35 ára, en þau gengu í hjónaband árið 2015 og eiga saman tvo syni, Alexander og Gabríel.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir